Site icon Golfsamband Íslands

Áskorendamótaröðin hefst á Kálfatjarnarvelli – skráning stendur yfir

Áskorendamótaröðin 2017, Selfoss.

Áskorendamótaröð GSÍ 2019 verður með sama sniði og undanfarin ár. Mótaröðin er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku væntanlegra framtíðarkylfinga.

Fyrsta mótið á Áskorendamótaröðinni 2019 verður á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Mótið fer fram laugardaginn 18. maí 2019.

Hægt er að velja um að leika 9 holur eða 18 holur.

Á Áskorendamótaröðinni á að vera gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans.

Þjálfarar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin.

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á www.golf.is fyrir kl.23:59 á fimmtudeginum fyrir mót.

Smelltu hér til að skrá þig í 18 holu mótið.

Smelltu hér til að skrá þig í 9 holu mótið.

Afskráning skal berast tímanlega á netfang þess golfklúbbs sem heldur mótið.

Exit mobile version