Site icon Golfsamband Íslands

Áskorendamótaröðin á Húsatóftavelli í Grindavík – rástímar, staða og skráning

Frá Húsatóftavelli í Grindavík. Mynd/seth@golf.is

Áskorendamótaröð GSÍ fer fram á Húsatóftavelli í Grindavík föstudaginn 14. ágúst.

Skráningu lýkur á miðnætti í kvöld, 13. ágúst.

18 holur – skráning, úrslit, rástímar – smelltu hér.

9 holur – skráning, úrslit, rástímar – smelltu hér:

Áskorendamótaröð GSÍ (18 holur)

​“Það er gaman í golfi”

Leikfyrirkomulag mótaraðarinnar er eftir alþjóðlegri fyrirmynd mótaraðar fyrir ungra kylfinga. Þessi mótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku væntanlegra framtíðarkylfinga. Hér á að vera gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans. Þjálfarar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin.

Helstu atriði sem lagt verður upp með:

● Ræst er út af öllum teigum frá 10:00*

● Kylfuberar eru óheimilir vegna Covid-19.

● Höggleiks afbrigði: eftir 9 högg er skylda að taka upp og skrifa 10 högg.

● Mótið er ekki stigamót en leiknir hringir gilda til forgjafarútreiknings.

Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum bæði hjá stelpum og strákum:

14 ára og yngri – 18 holur með höggleiks afbrigði, án forgjafar – Rauðir teigar

15-18 ára – 18 holur með höggleiks afbrigði, án forgjafar – Rauðir/Gulir teigar

Skráning

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á www.golf.is fyrir kl.23:59 á fimmtudeginum fyrir mót. Afskráning fer fram á GolfBox á meðan skráningarfrestur er opinn.

Þátttökugjald

3.500,- kr.

Rástímar og ráshópar

Ræst er út af öllum teigum á mótsdegi frá kl. 10 nema að annað sé tekið fram (fjöldi) á Golf.is en við biðjum keppendur og aðstandendur um að fylgjast vel með tilkynningum. Verið mætt tímanlega!

Æfingahringur

Einn æfingahringur er innfalinn í mótsgjaldi en keppnisvöllurinn verður opinn fyrir æfingahring fyrir skráða keppendur í síðasta lagi einum degi áður en mótið hefst. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn tilþess að panta rástíma. Athugið að greiða þarf mótsgjaldið áður en leikinn er æfingahringur.

Verð​laun

Allir keppendur mótsins fá viðurkenningarskjal að leik loknum en einnig verða aukaverðlaun veitt fyrir 1. – 3. sæti í öllum aldursflokkum beggja kynja. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verða þeir saman í fyrsta og öðru sæti. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast verðlaun jafnt á milli þeirra keppenda.

Verðlaunaafhending

Verðlaun verða veitt eftir að keppni lýkur í viðkomandi flokki/móti.

*Með fyrirvara um breytingar

Áskorendamótaröðin  (9 holur)

Leikfyrirkomulag mótaraðarinnar er eftir alþjóðlegri fyrirmynd mótaraðar fyrir ungra kylfinga. Þessi mótaröð er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku ungra kylfinga. Markmiðið er að hafa gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans. Þjálfarar, liðstjórar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin.

Helstu atriði sem lagt verður upp með:

Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum bæði hjá stelpum og strákum:

10 ára og yngri

9 holur með höggleiks afbrigði, án forgjafar

Rauðir teigar  

12 ára og yngri

9 holur með höggleiks afbrigði, án forgjafar

Rauðir teigar  

Skráning

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á www.golf.is fyrir kl.23:59 á fimmtudeginum fyrir mót. Hægt er að afskrá á GolfBox á meðan skráningarfrestur er virkur.  

Þátttökugjald

2.000,- kr.

Rástímar og ráshópar

Rástímar verða kynntir að morgni leikdags í golfskála fyrir mótið en ræst er út frá kl.10:00 af öllum teigum á mótsdegi og keppendur því beðnir um að mæta tímanlega í golfskála. Keppendur eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum á vef GSÍ www.golf.is

Æfingahringur

Einn æfingahringur er innfalinn í mótsgjaldi en keppnisvöllurinn verður opinn fyrir æfingahring fyrir skráða keppendur í síðasta lagi einum degi áður en mótið hefst. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til þess að panta rástíma. Athugið að greiða þarf þátttökugjald áður en æfingahringur er leikinn.

Verðlaun

Allir keppendur mótsins fá viðurkenningarskjal að leik loknum en einnig verða aukaverðlaun veitt fyrir 1. – 3. sæti í báðum flokkum. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast verðlaun jafnt á milli þeirra keppenda.

Verðlaunaafhending

Verðlaun verða veitt eftir að keppni lýkur í viðkomandi flokki/móti.

Birt með fyrirvara um breytingar.

Exit mobile version