Site icon Golfsamband Íslands

Áskorendamótaröðin á Bakkakotsvelli – opið fyrir skráningu

Áskorendamótaröðin fer fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar 28. ágúst. Leikið verður á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal.

Opið er fyrir skráningu í mótið – smelltu hér:

Áskorendamótaröð GSÍ (9 holur)
“Það er gaman í golfi”

Helstu atriði sem lagt verður upp með:

Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum bæði hjá stelpum og strákum:

Skráning og þátttökugjald
Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á www.golf.is fyrir kl.12:00 á föstudeginum fyrir mótið. Afskráning skal berast tímanlega á netfang golfklúbbsins golfmos@golfmos.is sem heldur mótið. Þátttökugjald er 2.000,- kr. Hámarksfjöldi í mótið er 108 keppendur sem deilist jafnt niður á flokka.

Rástímar og ráshópar
Rástímar verða kynntir fyrir mótið en ræst er út frá kl. 8:00 á mótsdegi. Forráðamenn eru beðnir um að fylgjast með tölvupósti og með mótinu í GolfBox.
 

Æfingahringur
Einn æfingahringur er innfalinn í mótsgjaldi en keppnisvöllurinn verður opinn fyrir æfingahring fyrir skráða keppendur í síðasta lagi einum degi áður en mótið hefst. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til þess að panta rástíma. Athugið að greiða þarf þátttökugjald áður en æfingahringur er leikinn.
 

Verðlaun og verðlaunaafhending
Allir keppendur mótsins fá viðurkenningarskjal að leik loknum en einnig verða aukaverðlaun veitt fyrir 1. – 3. sæti í báðum flokkum. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast verðlaun jafnt á milli þeirra keppenda. Verðlaunaafhending fer fram um leið og leik lýkur í hverjum flokki.
Hlökkum til að sjá ykkur!


Með fyrirvara um breytingar

Exit mobile version